Um fagdeildina
Fagdeild vísindarannsakenda í hjúkrun var stofnuð 27. júni 2017. Fagdeildin starfar skv. reglum Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga um fagdeildar innan þess. Markmið fagdeildarinnar er m.a. að:
- Stuðla að samskiptum og að vera vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á og eða stunda vísindarannsóknir hér á landi eða á alþjóða vettvangi.
- Taka virkan þátt í að auka þekking á framkvæmd og hagnýtingu vísindarannsókna m.a. með því að standa árlega fyrir málþingi eða ráðstefnu.
- Stuðla að samskiptum og samvinnu við Háskóla landsins varðandi eflingu aðferðarfræðilegrar þekkingar og hagnýtingu hennar.
- Stuðla að þverfaglegum tengslum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
- Stuðla að sýnileika vísindarannsókna innan hjúkrunar bæði hér á landi og erlendis.
Fagdeildin vinnur að framgangi og styrkingu rannsókna í hjúkrunarfræði í samvinnu við fagsvið Fíh, og er stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og nefndum til ráðgjafar um málefni sem snýr að vísindarannsóknum (sbr. lög Fíh, 12.gr. Fagdeildir).
Efling vísindarannsókna og hagnýtingu þeirra er eitt af megin markmiðunum í stefnu Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga (Þekking í þína Þágum: Stefna Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar-og heilbrigðismálum 2011-2020). Hjúkrunarfræðingar nota rannsóknarniðurstöður í auknum mæli í störfum sínum, þ.e. gagnreynda þekkingu, til að stuðla að gæðum í heilbrigðisþjónustunni fyrir skjólstæðinga hjúkrunar, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild.
Hjúkrunarfræðingar hagnýta einnig gagnreynda þekkingu í stefnumótun innan heilbrigðiskerfisins sem og til að upplýsa stjórnvöld um mikilvægar áherslur til að efla og viðhalda heilbrigði landsmanna og til að stuðla að hæfni og færni heilbrigðisstarfsmanna þannig að hægt sé að bjóða á hverjum tíma, upp á bestu mögulegi heilbrigðisþjónustu sem völ er á.
Stjórn
Formaður
Marianne Elisabeth Klinke
Varaformaður
Erla Kolbrún Svavarsdóttir
Ritari
Sigrún Sunna Skúladóttir
Gjaldkeri
Ásta B. Pétursdóttir
Meðstjórnandi
Þórdís Katrín Þórsteinsdóttir
Varamaður
Þórhalla Sigurðardóttir
Varamaður
Helga Bragadóttir
English
Section for Scientific Research Nurses
The Section for Scientific Research Nurses was founded June 26th 2017. It is a professional nursing organization operating under The Icelandic Nurse's Association. Its main vision is to provide an important new platform for strengthening knowledge, defining, validating, and advancing clinical nursing practice. Also to enhance research activities, including implementation of research projects and dissemination of research findings. The scope is to support professional development of nurses and advancement of health-care research in Iceland.
Nurses conduct, participate in and/or use research to promote quality in health care for individuals, their families and the society as a whole. Nurses also utilize evidence-based knowledge for shaping policies related to direct patient care and within organizations. At a federal level, nursing research is used to inform important goals that should be pursued. Moreover, keeping up-to date with scientific evidence enables nurses to understand the best possible options for high quality health care services that they can provide at every time. The section for scientific research nurses collaborates with the Icelandic Nurses Association and acts as advisor to the Governing Board and committees of the Association.
The mission of the Section is to:
- Encourage the development of nursing as a science
- Enhancing clinical research
- Provide a forum for nurses in research nationally or internationally
- Facilitate knowledge on scientific research, e.g. an annual conference.
- Promote communication and collaboration with the Universities in Iceland, the National University Hospital, Hospital of Akureyri, health-care centers and other health-care institutions
- Expand professional networking, encouraging interdisciplinary research networks and collaboration of larger research projects across countries
- Promote scientific nursing research both in Iceland and internationally.
If you want to know more about our work, please contact visindarannsakendur@hjukrun.is
Starfsreglur
Fagdeild Vísindarannsakenda í hjúkrun
Nafn fagdeildarinnar er Fagdeild vísindarannsakenda í hjúkrun innan Félags Íslenskra hjúkrunarfræðinga. Heimili og varnarþing fagdeildarinnar er í Reykjavík, en umdæmið er um land allt.
Stefnumótun og hlutverk fagdeildar
Fagdeild vísindarannsakenda í hjúkrun innan Fíh vinnur að framgangi og styrkingu rannsókna í hjúkrunarfræði í samvinnu við fagsvið Fíh, og er stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og nefndum til ráðgjafar um málefni sem snúa að vísindarannsóknum (sbr. lög Fíh, 12.gr. Fagdeildir). Efling vísindarannsókna og hagnýting þeirra er eitt af megin markmiðunum í stefnu Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga (Þekking í þína Þágu: Stefna Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar-og heilbrigðismálum 2011-2020).
Hjúkrunarfræðingar nota rannsóknarniðurstöður, þ.e. gagnreynda þekkingu, til að stuðla að gæðum í heilbrigðisþjónustunni fyrir skjólstæðinga hjúkrunar, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Hjúkrunarfræðingar hagnýta einnig gagnreynda þekkingu í stefnumótun innan heilbrigðiskerfisins sem og til að upplýsa stjórnvöld um mikilvægar áherslur til að efla og viðhalda heilbrigði landsmanna og til að stuðla að hæfni og færni heilbrigðisstarfsmanna þannig að hægt sé að bjóða á hverjum tíma, upp á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á.
Stefna fagdeildar vísindarannsakenda í hjúkrun miðar að:
- Stuðla að samskiptum og að vera vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á og eða stunda vísindarannsóknir hér á landi eða á alþjóðavettvangi.
- Taka virkan þátt í að auka þekkingu á framkvæmd og hagnýtingu vísindarannsókna m.a. með því að standa árlega fyrir málþingi eða ráðstefnu.
- Stuðla að samskiptum og samvinnu við Háskóla landsins varðandi eflingu aðferðarfræðilegrar þekkingar og hagnýtingu hennar.
- Stuðla að þverfaglegum tengslum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
- Stuðla að sýnileika vísindarannsókna innan hjúkrunar bæði hér á landi og erlendis.
Félagsaðild
Allir félagsmenn Fíh sem starfa við eða hafa áhuga á vísindarannsóknum í hjúkrun geta orðið félagsmenn í Fagdeild vísindarannsakenda í hjúkrun. Skrifstofa Fíh tekur við umsóknum um inngöngu í fagdeildina og sendir til formanns. Félagsmaður sem ekki hefur greitt félagsgjald í 2 ár fellur út af félagaskrá. Stjórn fagdeildarinnar skipa 5 félagsmenn, þ.e. formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, einn meðstjórnandi og tveir varamenn. Stjórn fagdeildarinnar skal kosin á aðalfundi:
- Kosning formanns
- Kosning 4 stjórnarmanna sem skipta með sér verkum
- Kosning 2 varamanna
Stjórn fagdeildarinnar situr í 2 ár í senn. Skulu tveir stjórnarmenn ganga út annað árið en 3 hitt árið. Varamenn eru kosnir til 1 árs í senn. Í stjórn fagdeildar er a.m.k. einn stjórnarmaður með viðbótar- eða framhaldsnám á sérsviði fagdeildarinnar. Einfaldur meirihluti ræður kjöri. Stjórn getur skipað nefndir eftir þörfum. Hámarkstími formanns er 2 kjörtímabil í senn.
Aðalfundur
Aðalfundur skal haldin í mars ár hvert. Aðalfundur skal boðaður skriflega með minnst 2 vikna fyrirvara svo hann teljist löglegur. Dagskrá aðalfundar:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Árskýrsla stjórnar
- Skýrslur nefnda sem hafa starfað á starfsárinu
- Skoðaðir ársreikningar lagðir fram
- Kosning stjórnar skv 3. Gr.
- Kosning 2 skoðenda til eins árs í senn
- Árgjald ákveðið
- Önnur mál
Breyting á starfsreglum og slit fagdeildarinnar
Starfsreglum má aðeins breyta á aðalfundi og skulu skriflegar tillögur um breytingar á reglum berast stjórn einni viku fyrir aðalfund. Sama gildir um ákvörðun um slit fagdeildarinnar sem verður tekin á aðalfundi. Til að hægt sé að leggja fagdeildina niður verður það að vera samþykkt af ¾ hluta greiddra atkvæða á aðalfundi fagdeildarinnar og renna eignir fagdeildarinnar þá til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.