Hjúkrunarfræði er fag sem er í stöðugri þróun á fræðilegum grunni. Fagdeildir eru félagslegur vettvangur þar sem hjúkrunarfræðingar geta deilt sinni sameiginlegu reynslu, stuðlað að framþróun á sínu sérsviði og aukið þekkingu sína.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnað 1919. Félagsfólk er kjarni starfseminnar og eru rúmlega 4.800 alls, þar af tæplega 3.800 starfandi félagar.
Á orlofsvefnum er að finna allar nánari upplýsingar um íbúðir og orlofshús sem eru í boði. Sjóðfélögum býðst einnig afsláttur af m.a. gistingu og flugi með kaupum á gjafakortum.
Tímarit hjúkrunarfræðinga er gefið út þrisvar á ári. Tímaritið er vettvangur fræðilegrar og félagslegrar umfjöllunar um hjúkrun. Í faglega hluta tímaritsins eru birtar margvíslegar greinar sem fjalla um öll svið hjúkrunar.
Fagmennska og þekking hjúkrunarfræðinga er hjartað í íslensku heilbrigðiskerfi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur að framgangi hjúkrunar, faglegri þróun og gætir að réttindum og kjörum hjúkrunarfræðinga.
Hér má nálgast allar tilkynningar, pistla, hlaðvörp og gögn útgefin af félaginu.
Frétt
Viðhorfskönnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Tæplega 80% hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi. Tölurnar eru enn meira sláandi þegar horft er til hjúkrunarfræðinga sem vinna vaktavinnu sem kallar á viðbrögð um bætt starfsumhverfi þeirra.
Frétt
Ákall til fulltrúa á COP28
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ásamt félögum hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum sent ákall til fulltrúa sinna þjóða á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.
Frétt
Þakkir fyrir samstöðu með Grindvíkingum
Fíh vill færa þeim hjúkrunarfræðingum sem áttu bókaða orlofseign þær vikur er rýming tekur til, bestu þakkir og hlýjar kveðjur fyrir umburðarlyndi, skilning og auðsýndan hlýhug í garð Grindvíkinga.
Frétt
Sigurður Ýmir hélt erindi fyrir stjórn Fíh
Sigurður Ýmir Sigurjónsson, ráðgefandi hjúkrunarfræðingur hjá Samtökunum ’78, hélt fræðsluerindi fyrir stjórn Fíh á miðvikudaginn um hvernig félagið getur betur mætt hinsegin einstaklingum.
Frétt
Ritrýndar greinar verða með DOI-númer
Ritrýndar greinar í Tímariti hjúkrunarfræðinga verða framvegis birtar með DOI-númeri sem auðkennir rannsóknargögn.
Frétt
Verkfalli hjúkrunarfræðinga í Færeyjum lokið með samningi
Verkfalli hjúkrunarfræðinga í Færeyjum er lokið. Félag færeyskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað kjarasamning við fjármálaráðuneyti Færeyja og mættu því hjúkrunarfræðingar í landinu til vinnu nú í morgun.
Hlaðvarp
Rapportið - Sigurður Ýmir Sigurjónsson
Gestur Rapportsins að þessu sinni er Sigurður Ýmir Sigurjónsson, teymisstjóri Geðheilsuteymis ADHD hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og ráðgefandi hjúkrunarfræðingur hjá Samtökunum ’78.
Frétt
Fordæming á ofbeldi á Gaza
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur heils hugar undir yfirlýsingu Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga, ICN, um fordæmingu á ofbeldi í átökunum í Ísrael og Gaza.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur þátt í og hefur frumkvæði að umræðu um hjúkrunar og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi.