Fara á efnissvæði

Fagdeild nýrnahjúkrunarfræðinga

Hjúkrun nýrnasjúklinga er fjölbreytt starf þar sem hjúkrunin er bæði bráð og langvinn. Meginþungi þjónustu við nýrnasjúklinga er á Landspítala en fer fram á öllum þjónustustigum heilbrigðiskerfisins.

Um fagdeildina

Fagdeild nýrnahjúkrunarfræðinga var stofnuð 5. apríl 2011. Hlutverk hennar er m.a. að vinna að framgangi hjúkrunar nýrnasjúklinga í samvinnu við fagsvið Fíh og vera stjórn Fíh og nefndum til ráðgjafar í öllu sem snýr að hjúkrun einstaklinga með sjúkdóma í nýrum og aðstandendum þeirra.

Hjúkrun nýrnasjúklinga er þverfaglegt starf sem margir aðilar koma að, s.s. næringarráðgjafar, félagsráðgjafar, sjúkraþjálfarar og heimahjúkrun. Sjúklingahópurinn hefur oft önnur fjölþætt heilsufarsvandamál, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, sjálfsofnæmissjúkdóma og geðsjúkdóma.

Hjúkrunarvandamál þeirra eru þannig margvísleg og krefjast mikillar kunnáttu og færni af þeim sem sinna þessum hópi. Mikilvægt er því að heildræn nálgun sé í hjúkrunarmeðferðinni og tekið tillit til óska og þarfa sjúklingsins og aðstandenda hans.

Markmið fagdeildarinnar og skilyrði fyrir aðild má finna í starfsreglum Fagdeildar nýrnahjúkrunarfræðinga, sem voru samþykktar í júní 2011.

Styrktarsjóður

Starfsreglur styrktarsjóðs

  1. Umsjón með úthlutunum hefur stjórn Fagdeildar Nýrnahjúkrunarfræðinga.
  2. Úthlutað er tvisvar á ári og þurfa umsóknir að berast fyrir 1.apríl og 1.október ár hvert.
  3. Umsækendur skulu hafa verið félagar í Fagdeild Nýrnahjúkrunarfræðinga í að minnsta kosti 1 ár og skuldlausir.
  4. Styrkir eru eingöngu veittir á fagsviði nýrnahjúkrunar.
  5. Sækja þarf um styrk á þar til gerðu eyðublaði merktu Fagdeild Nýrnahjúkrunarfræðinga.
  6. Styrkþegar mega vænta þess að vera beðnir um að kynna verkefni sín á fundum fagdeildarinnar.
  7. Heildarupphæð styrkja á ári er 150.000 kr.
    Hver styrkur nemur að hámarki 50.000 kr. Sækja má um styrk annað hvert ár.
    Umsóknum verður raðað í forgangsröð og miðast við tímalengd aðildar að Fagdeildinni. Þeir sem hafa fengið styrk úr lenda aftar í röðinni.
  8. Eldri verkefni en 12 mánaða eru ekki styrkhæf.
  9. Styrkjum verður úthlutað samkvæmt framvísun reikninga ( Sjá reglur Félagsins um framlögð skjöl). Berist ekki gögn fyrir 1.apríl árið á eftir fellur styrkurinn niður.
  10. Starfseglur um úthlutun skulu yfirfarnar og endurmetnar árlega á aðalfundi Fagdeildarinnar.

Þegar umsóknareyðublað er sótt þarf að vista eyðublaðið , fylla það út og setja síðan á póstviðhengi og senda á nyra@hjukrun.is

Stjórn

Formaður

Sigríður Einarsdóttir

Gjaldkeri

Selma Maríusdóttir

Meðstjórnandi

Hildigunnur Friðjónsdóttir

Meðstjórnandi

Leila Esteban

Meðstjórnandi

Heiða Björg Ingadóttir Hjelm

Starfsreglur

Tenglar

Félag nýrnasjúkra: nyra.is
Norðurlandasamstarf, Nordiatrans: www.nordiatrans.org
Evrópu samstarf: www.edtnaerca.org
Bandarískt samstarf: www.annanurse.org