Fara á efnissvæði

Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga

Markmið geðhjúkrunar er að veita örugga og árangursríka hjúkrun sem byggð er á þekkingu og umhyggju fyrir sjúklingnum og fjölskyldu hans.

Um fagdeildina

Markmið geðhjúkrunar er að veita örugga og árangursríka hjúkrun sem byggð er á þekkingu og umhyggju fyrir sjúklingnum og fjölskyldu hans. Mikilvægt er að einstaklingar með geðröskun fái meðferð án tafar og verði virkir þátttakendur ásamt fjölskyldu sinni í allri ákvarðanatöku og meðferð. Geðhjúkrun byggir að miklu leyti á samstarfi og samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir til að tryggja samfellda og samhæfða umönnun og eftirmeðferð. Virkt samstarf við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra er því lykill að allri geðhjúkrun. Rannsóknir eru undirstaða faglegrar þróunar í geðhjúkrun.

Störf við geðhjúkrun eru fjölbreytileg og felast að miklu leyti í samskiptum við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra. Störf við geðhjúkrun byggja að miklu leyti á teymisvinnu sérfræðinga. Hugtök eins og stuðningur, samskipti, samstarf og fræðsla eru lykilhugtök í geðhjúkrun.

Geðhjúkrunarfræðingar eru lausnarmiðaðir í úrlausnum flókinna vandamála af geðrænum- og félagslegum toga. Geðhjúkrunarfræðingar sérhæfa sig í mismunandi meðferðarformum sem þeir nýta í starfi. Geðhjúkrun felur í sér lausn flókinna samskipta- og ágreiningmála.

Hjúkrunarfræðingar sinna geðhjúkrun inni á sjúkrastofnunum, störfum þar sem mikil áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum og fræðslu víða í þjóðfélaginu. Mikil áhersla er lögð á að hjúkrunarfræðingar fylgist með og komi á framfæri nýjungum í hjúkrun.

Stjórn

Formaður

Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman

Varaformaður

Ína Rós Jóhannesdóttir

Gjaldkeri

Valur Þór Kristjánsson

Ritari

Guðfinna Betty Hilmarsdóttir

Meðstjórnandi

Hrafnhildur Benediktsdóttir

Meðstjórnandi

Björg Guðmundsdóttir

Varamaður

Gísli Kort Kristófersson

Varamaður og skoðunarmaður reikninga

Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir

Starfsreglur