Um fagdeildina
Fagdeildin var stofnuð 7. september 2017 í húsnæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Fagdeild bæklunarhjúkrunarfræðinga starfar innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún vinnur meðal annars að framþróun hjúkrunar sjúklinga með áverka eða sjúkdóma í stoðkerfi.
Fagdeildin hefur það að leiðarljósi að auka tengsl og samstarf hjúkrunarfræðinga sem starfa við hjúkrun bæklunarsjúklinga á landsvísu sem og erlendis. Bæklunarhjúkrun miðar að því að veita hjúkrun til skjólstæðinga samkvæmt nýjustu og bestu gagnreyndu þekkingu sem völ er á. Lina þjáningar, bæta lífsgæði og auka sjálfsbjaragetu skjólstæðinga ásamt því að vera þeirra málsvari.
Fagdeildin mun einnig stuðla að auknum rannsóknum og miðlun þekkingar innan bæklunarhjúkrunar.
Stjórn
Formaður
Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir
Varaformaður
Sigrún Sunna Skúladóttir
Gjaldkeri
Hafdís Hjaltadóttir
Ritari
Kolbrún Kristiansen
Meðstjórnandi
Álfheiður Snæbjörnsdóttir
Erlent samstarf
Fagdeildin er meðlimur og í stjórn í ICON sem eru alþjóðleg samtök bæklunarhjúkrunarfræðinga og hyggjum á frekara samstarf með kollegum okkar á Norðurlöndum.
Starfsreglur
Nafn
Fagdeild bæklunarhjúkrunarfræðinga.
Hlutverk
Fagdeild bæklunarhjúkrunarfræðinga starfar innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún vinnur meðal annars að framþróun hjúkrunar sjúklinga með áverka eða sjúkdóma í stoðkerfi. Fagdeildin er í samstarfi við fagsvið FÍH og er stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og nefndum til ráðgjafar.
Markmið/ stefna
Að efla tengsl og samstarf hjúkrunarfræðinga sem starfa við bæklun á landsvísu.
Að efla, hvetja og styðja við rannsóknir, framþróun og menntun á sviði bæklunarhjúkrunar.
Að efla fagmennsku og stuðla að bættri þjónustu við skjólstæðinga.
Stuðla að þverfaglegu samstarfi þeirra sem koma að málefnum sem varða þennan sjúklingahóp.
Vera málsvari á vettvangi bæklunarhjúkrunar.
Að hafa áhrif á stefnumótun í heilbrigðismálum á sviði bæklunar.
Efla forvarnir er varðar þennan málaflokk.
Að vera í alþjóðlegu samstarfi við hjúkrunarfæðinga sem sinna þessum sjúklingahóp.
Aðild:
Meðlimir fagdeildarinnar geta verið allir félagsmenn innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem starfa við, hafa starfað við og/eða hafa áhuga á bæklunartengdri hjúkrun.
Stjórn fagdeildar og kosning
Í stjórn fagdeildarinnar sitja fimm stjórnarmenn, formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Í stjórninni skal sitja a.m.k. einn stjórnarmaður með viðbótar- eða framhaldsnám á sérsviði bæklunar. Kosið er í stjórn á aðalfundi, sú kosning skal vera skrifleg og leynileg og fara fram eftir venjulegum reglum meirihluta atkvæða. Árgjald skal endurskoða á hverjum aðalfundi.
Ársskýrsla
Fagdeild skal skila inn skýrslu um starfsemi sína til sviðstjóra fagsviðs FÍH fyrir lok marsmánaðar ár hvert.
Slit fagdeildar
Fagdeild er hægt að leggja niður á aðalfundi fagdeildar. Einnig getur aðalfundur FÍH ákveðið að leggja niður fagdeild hafi hún ekki skilað ársskýrslu til FÍH í tvö ár í röð.