- Dagsetning
- 25 - 26. september 2025
- Staðsetning
- Hof, Akureyri
Með ánægju tilkynnum við að ráðstefnan Hjúkrun 2025 verður haldin dagana 25.- 26. september í Hofi á Akureyri. Ráðstefnan er á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landspítala, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ráðstefnan hjúkrun er uppskeruhátíð hjúkrunarfræðinga, þar sem við komum saman til að fagna því sem áunnist hefur í faginu, deila nýjustu þekkingu og hvetja hvert annað áfram.
Dagskráin er ávalt fjölbreytt, með áhugaverðum fyrirlestrum, hvetjandi umræðum og tækifærum til að læra og tengjast öðrum.
Við hlökkum til að sjá ykkur í Hofi á Akureyri á Hjúkrun 2025!
Bestu kveðjur,
Helga Rósa Másdóttir
Formaður undirbúningsnefndar