Fara á efnissvæði
Frétt

Vinna í fullum gangi vegna kjarasamninga

Kjarasamningar Fíh við ríkið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu runnu út um síðustu mánaðamót.

Viðræður sem lúta að ýmsum sameiginlegum málum svo sem betri vinnutíma dagvinnu- og vaktavinnufólks eru vel á veg komnar.

Þá taka við viðræður um ýmis sérmál og er t.a.m. fyrirhugaður fundur með samninganefnd Fíh og ríkinu í næstu viku. Yfir 80% hjúkrunarfræðinga sem eru nú með lausa samninga starfa hjá ríkinu og var sá kjarasamningur samþykktur með naumum meirihluta atkvæða.

Sú launastefna sem lögð var með undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði 7. mars 2024 felur enn og aftur í sér að hún myndi leiða til hlutfallslega minni launahækkunar fyrir háskólamenntaða sérfræðinga svo sem hjúkrunarfræðinga en t.a.m. fjölmennustu launahópa innan ASÍ og BSRB.

Það er því ljóst að samningsaðilum bíður talsverð áskorun að ná ásættanlegri niðurstöðu sem bera þarf undir atkvæðagreiðslu fyrir félagsfólk.

Samninganefnd Fíh við ríkið á fundi í vikunni.

Samninganefndir Fíh hafa verið í undirbúningi fyrir kjaraviðræður í góðu samstarfi við trúnaðarmannaráð og stjórn félagsins þar sem markmiðið er að ná fram bestu mögulegu niðurstöðu fyrir hjúkrunarfræðinga.

Fíh mun halda félagsfólki upplýstu um gang viðræðna á vefnum hjukrun.is og á samfélagsmiðlum félagsins.