Fara á efnissvæði
Frétt

Þakkir fyrir samstöðu með Grindvíkingum

Fíh vill færa þeim hjúkrunarfræðingum sem áttu bókaða orlofseign þær vikur er rýming tekur til, bestu þakkir og hlýjar kveðjur fyrir umburðarlyndi, skilning og auðsýndan hlýhug í garð Grindvíkinga.

Kæru hjúkrunarfræðingar.

Átakanlegt hefur verið að fylgjast með þeim áhrifum sem jarðhræringar síðustu vikna hafa haft á íbúa Grindavíkur. Óvissan sem fylgir því að yfirgefa heimili sín við þessar aðstæður er öllum íbúum og ástvinum þeirra þungbær.

Vegna ákalls stjórnvalda og neyðar félagsfólks okkar tók Fíh þá ákörðun að rýma nokkrar orlofseignir fyrir fjölskyldur sem flúið höfðu heimili sín.

Fíh vill færa þeim hjúkrunarfræðingum sem áttu bókaða orlofseign þær vikur er rýming tekur til, bestu þakkir og hlýjar kveðjur fyrir umburðarlyndi, skilning og auðsýndan hlýhug í garð Grindvíkinga.

Óljóst er hversu mikil áhrif náttúruhamfarirnar hafa á íbúabyggð og innviði Grindavíkur og hvert framhaldið verður. Fíh vinnur í samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins að þessum málaflokki og biðlum við til félagsfólks okkar að taka vel í þær aðgerðir sem gæti þurft að grípa til, hér eftir sem hingað til.